Poppins & Partners kynna:

Fáðu fjármagn!

Ráðstefna um fjármögnunarmöguleika sprotafyrirtækja
Hilton Reykjavík Nordica þann 4. október 2018

Við þökkum fyrir þátttökuna á Fáðu fjármagn! 2018.

Til þess að fá fréttir af næsta viðburði, skráið ykkur í P&P samfélagið hér fyrir neðan og þið verðið fyrst til að vita af því sem framundan er!

 

Fáðu fjármagn! 2018

Fríar vinnustofur - takmarkaður sætafjöldi
(sjá nánari upplýsingar í dagskrá fyrir neðan).

Ráðstefna um fjármögnunarmöguleika sprotafyrirtækja og nýskapandi verkefna sem haldin verður þann 4. október 2018 á Hilton Reykjavík Nordica. 

Fyrirlesarar verða Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi Florealis, Hekla Arnardóttir, Founding Partner hjá Crowberry Capital, Guðmundur Hafsteinsson, vörustjóri hjá Google, Ásdís Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Atvinnumálum kvenna, Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund og Paula Gould, sérfræðingur í markaðssamskiptum.

Seinni hluta dags verða vinnustofur, þátttakendum að kostnaðarlausu.
Aðeins 20 sæti per vinnustofu.
Ein vinnustofa per þátttakanda.

Ingi Rafn Sigurðsson hjá Karolina Fund mun leiða vinnustofu í gerð árangursríkra hópfjármögnunarherferða og þær Þórunn Jónsdóttir og Hanna Kristín Skaftadóttir hjá Poppins & Partners munu leiða vinnustofur í styrkumsóknaskrifum og gerð fjárfestakynninga.

Fundarstjóri verður Anna Margrét Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Evris.

 

DAGSKRÁ

8:45 - Skráning hefst

9:15 - Ráðstefna sett

9:25 - Frumkvöðullinn: Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Florealis. Hvernig fjárfesti þarftu eða viltu bara peninginn? Kolbrún deilir reynslu sinni af fjármögnun Florealis. Hvernig sannfærirðu einhvern um að fjárfesta í þróun á nýjum lyfjaflokki þar sem leiðin að takmarkinu er bæði tímafrek og áhættusöm? Hvers vegna skiptir það máli að fá réttan bakhjarl og eftir hverju þarftu að leita?

9:45 - Áhættufjárfestirinn: Hekla Arnardóttir, Founding Partner Crowberry Capital. Hekla mun fara yfir það hvað einkennir góða fjárfestakynningu, á hvaða stigi er algengast að leita fjármagns og hvernig samskiptum milli fjárfesta og sprota er best háttað eftir að fjármögnun lýkur. 

10:10 - Englafjárfestirinn: Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant, englafjárfestir og nýskipaður formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. 

10:30 - Kaffi og tengslamyndun

10:50 - Atvinnumál kvenna: Ásdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri VMST. Ásdís mun kynna styrkja- og lánamöguleika fyrir fyrirtæki í meirhlutaeigu kvenna. 
Hún mun einnig fjalla um könnun sem gerð var um árangur styrkveitinga hjá Atvinnumálum kvenna  síðastliðið haust og hennar persónulegu reynslu af því að vinna með og fyrir konur í frumkvöðlastarfsemi.   

11:20 - Hópfjármögnun: Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund. Ingi mun fjalla um hvað einkennir verkefni sem ná árangri í hópfjármögnun, hve háum upphæðum ná þau og hvað þarf að gera til þess að ná árangri. Hann mun deila reynslu sinni og segja frá starfsemi Karolina Fund og  fjölbreyttum verkefnum sem hafa náð árangri víða um Evrópu.  

11:40 - Tengslanet og fjármögnun: Paula Gould, sérfræðingur í markaðssamskiptum. Paula mun fjalla um það hvernig nýta má tengslanetið þegar leitað er til fjárfesta og ef tengslanetið er ekki til staðar, hvernig má koma því upp. Þetta erindi verður haldið á ensku.

12:00 - Ráðstefnu slitið.

13:00-16:00 Vinnustofur.

 

Vinnustofur

  • 13-15: Gerð fjárfestakynninga (pitch deck) - Poppins & Partners

    Hanna Kristín hjá Poppins & Partners mun fara yfir hvað einkennir sterkar fjárfestakynningar (e. pitch decks). Hvað er mikilvægast að komi fram í fyrstu kynningum til fjárfesta? Farið verður í grunninn á því hvernig sé markvisst hægt að byggja upp innihaldsríkar kynningar. Hvað á að fara mikill texti á hverja glæru? Hversu löng má kynningin vera? Deilt verður út beinagrind að kynningum sem hægt er að styðjast við. Þeir sem kjósa að nýta tímann til að vinna í kynningunni eru hvattir til að taka með sér tölvur.

  • 13-14: Árangursríkar hópfjármögnunarherferðir - Karolina Fund

    Starfsfólk Karolina Fund fer yfir hvað einkennir verkefni sem ná árangri í hópfjármögnun. Hve háum upphæðum er mögulegt að ná og hvað þarf að gera til þess að ná árangri í hópfjármögnun? Hvaða aðgerðir þarf að skipuleggja og hvað veldur því að söfnun heppnast ekki?  

  • 14-16: Styrkumsóknaskrif - Poppins & Partners

    Farið verður yfir helstu atriði sem einkenna árangursríkar styrkumsóknir. Hverjir eru helstu matsþættir sjóðanna og hvernig er matsferlið? Tíminn verður nýttur til að móta verkefni fyrir styrki á borð við Tækniþróunarsjóð, Hönnunarsjóð og Atvinnumál kvenna (eftir þörfum hvers og eins), svo þátttakendur eru hvattir til þess að taka með sér tölvur.

 

Fyrirlesarar

GudmundurHafsteinsson.jpg

Guðmundur Hafsteinsson, yfirmaður vöruþróunar á Google Assistant, englafjárfestir og nýskipaður formaður stýrihóps um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Guðmundur hefur starfað hjá Google frá árinu 2014 og leitt starf við margar af helstu tækninýjungum fyrirtækisins. Guðmundur er með MBA gráðu frá MIT og próf í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.

Ásdís - Svanni.JPG

Ásdís Guðmundsdóttir hefur BA próf í félagsfræði og fjölmiðlafræði frá HÍ og MsC í stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur mikla reynslu í að þróa og stýra ýmsum verkefnum hjá Vinnumálastofnun er tengjast frumkvöðlakonum, s.s. Evrópuverkefnum er snúa að fræðslu frumkvöðlakvenna, styrkjum til atvinnumála kvenna og Svanna-lánatryggingasjóði.

paula_gould_web.jpg

Paula Gould is a MarComm executive and speaker. She is formerly Principal at Frumtak Ventures, where she led international growth, brand and marketing initiatives across the Frumtak Ventures portfolio. She has extensive experience working with growth companies from the US, Israel and Iceland on brand, business development, marketing and public relations strategies internationally. Paula has worked with and advised startups at the Board of Directors, CEO and CMO levels including Greenqloud and CLARA.

Hekla Arnardóttir, Founding Partner hjá Crowberry Capital, sem er nýr Norrænn áhættufjárfestingasjóður með 40 milljónir dollara í fjárfestingarfé. Sjóðurinn fjárfestir í tæknifyrirtækjum á sprotastigi.Hekla hefur verið í fjárfestingaheiminum í átta ár, meðal annars sem fjárfestingastjóri, og hefur setið í stjórnum fjölda félaga fyrir hönd fjárfestingarsjóða.

ingirafn.jpg

Ingi Rafn Sigurðsson, co-Founder & CEO of Karolina Fund

, a full-stack crowdfunding business solution for platforms, governments and companies. Managing director at the Reykjavik Arts Festival in 2014 and 2015. Founded reykjavikcornerstore.com, a design web store that became the 5th most re-pinned website in the world on Pinterest.

KH_profile-800x400.jpg

Kolbrún Hrafnkelsdóttir , stofnandi og framkvæmdastjóri Florealis,

hefur áralanga reynslu úr lyfjaiðnaði og lyfjaþróun og starfaði í mörg ár á þróunarsviði Actavis. Kolbrún hefur unnið við flest stig lyfjaþróunar og stýrt fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum og viðskiptaþróun.

 

Stjórnendur vinnustofa

 
Hanna_Kristin_Poppins_and_Partners

Hanna Kristín Skaftadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Poppins & Partners

Hanna Kristín hefur víðtæka reynslu af frumkvöðlastarfsemi auk þess sem hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði fjármála, við kennslu og sem mentor. Hún er með MsAcc. í endurskoðun og reikningsskilum og Bsc. í viðskiptafræði. Hún var áður fjármálastjóri Skema, sérfræðingur hjá KPMG, Deloitte og Íslandsbanka og er stofnandi Mimi Creations. Hanna Kristín mun stýra vinnustofu í gerð fjárfestakynninga.

Ásdís - Svanni.JPG

Ásdís Guðmundsdóttir hefur BA próf í félagsfræði og fjölmiðlafræði frá HÍ og MsC í stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur mikla reynslu í að þróa og stýra ýmsum verkefnum hjá Vinnumálastofnun er tengjast frumkvöðlakonum, s.s. Evrópuverkefnum er snúa að fræðslu frumkvöðlakvenna, styrkjum til atvinnumála kvenna og Svanna-lánatryggingasjóði. Ásdís mun stýra vinnustofu um styrkumsóknaskrif ásamt P&P.

ingirafn.jpg

Ingi Rafn Sigurðsson, co-Founder & CEO of Karolina Fund

, a full-stack crowdfunding business solution for platforms, governments and companies. Managing director at the Reykjavik Arts Festival in 2014 and 2015. Founded reykjavikcornerstore.com, a design web store that became the 5th most re-pinned website in the world on Pinterest.

Ingi Rafn mun stýra vinnustofu í árangursríkum hópfjármögnunarherferðum.

IMG_1270_pp.jpg

Anna Margrét Guðjónsdóttir er stofnandi of framkvæmdastjóri Evris ehf. Með MPA gráðu frá Háskóla Íslands og fjallaði lokaritgerðin um flutning þekkingar milli svæða með sérstaka áherslu á útflutning íslenkrar þekkingar. Evris er samstarfsaðili alþjóðlegu ráðgjafafyrirtækjanna Inspiralia og Toro Ventures sem hafa unnið með fjölmörgum íslenskum sprotafyrirtækjum við að sækja erlenda styrki og koma á tengslum við erlenda fjárfesta og dreifingaraðila á erlendum mörkuðum. Anna Margrét mun stýra vinnustofu um fjárfestakynningar með P&P.

thorunn_portrait (1)-2.jpg

Þórunn Jónsdóttir, stofnandi og Fixer hjá Poppins & Partners

Þórunn er sérfræðingur í stefnumótun, styrkumsóknaskrifum og nýsköpun og hefur víðtæka reynslu á því sviði.Hún er með Bsc. í viðskiptafræði og er Alumni frá Young Transatlantic Innovative Leaders Initiative. Þórunn hefur starfað sem ráðgjafi á sviði nýsköpunar og fjármögnunar frá árinu 2014 með áherslu á styrkumsóknaskrif. Þórunn mun stýra vinnustofu í styrkumsóknum.


Styrktaraðilar

logo-1.png
 

Samstarfsaðilar

 
karolinafund.png