Stofnun fyrirtækja

Hluthafasamningar

Hluthafasamningar

Þegar fyrirtæki er stofnað eru ýmis lagaleg formsatriði sem ganga þarf frá, svo sem samþykktir félagsins, stofnfundargerð, skráning hlutafjár og skráning hjá Fyrirtækjaskrá. Annað og ekki síður mikilvægt atriði sem vert er að huga að þegar tveir eða fleiri aðilar stofna saman fyrirtæki er að gera hluthafasamning þar sem samstarf og réttindi hluthafa eru skilgreind nánar.